Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn ósáttir við Isak: Óheppileg tímasetning
Mynd: EPA
Steve Howey, sem spilaði sem varnarmaður hjá Newcastle fyrir aldamót, hefur tjáð sig um stöðu mála hjá stjörnusóknarmanninum Alexander Isak.

Liverpool er meðal félaga sem vilja fá Isak en í gær bárust fréttir af því að leikmaðurinn hefði tjáð Newcastle það að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.

„Hvar vill hann vera? Hann er hjá félagi þar sem hann er dýrkaður og dáður, hann fær algjör topplaun. Liðið vann titil á síðasta tímabili og er í Meistaradeildinni. Það þyrfti að vera eitthvað mjög stórt til að yfirgefa þetta. Mestu vonbrigðin er óheppileg tímasetning, að þetta sé að gerast núna svona stuttu fyrir mót," segir Howey í viðtali við breska ríkisútvarpið í Newcastle.

„Ef hann vildi fara þá hefði hann átt að láta vita af þessu fyrr svo Newcastle gæti gert ráðstafanir. Maður skilur pirring stuðningsmanna. Þetta setur menn í vonda stöðu. Staða Isak gagnvart stuðningsmönnum hefur hrapað. Vonandi skýrist staðan sem fyrst svo félagið geti brugðist við og sótt einn eða tvo sóknarmenn áður en tímabilið hefst."
Athugasemdir
banner