Barcelona krækti á dögunum í Marcus Rashford á láni frá Manchester United.
Í lánssamningnum er ákvæði um að Barcelona geti keypt leikmanninn á 30 milljónir evra.
Í lánssamningnum er ákvæði um að Barcelona geti keypt leikmanninn á 30 milljónir evra.
En það er ekki nein klásúla um það að Börsungar þurfi að greiða sekt ef félagið nýtir sér ekki kaupákvæðið. Chelsea þurfti að greiða Manchester United 5 milljón punda sekt fyrir að kaupa ekki Jadon Sancho í sumar og voru fréttir um að slík klásúla væri einnig í samningi Rashford, en samkvæmt The Athletic er svo ekki.
Barcelona greiðir öll laun Rashford en hann var svo spenntur fyrir því að ganga í raðir Börsunga að hann ákvað að taka á sig launalækkun til að fara þangað.
Man Utd sparar gríðarlega mikið í laun með þessu láni þar sem Rashford var að fá um 300 þúsund pund í vikulaun.
Athugasemdir