
Það var fátt um svör hjá Ólafi Kristjánssyni, þjálfara Þróttar, þegar hann var spurður út í landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur, eftir tap gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna í gær.
Dagný hefur síðustu ár leikið með West Ham á Englandi en var ekki sátt með það hvernig síðasta tímabil eftir að hún kom til baka eftir sitt annað barn.
Dagný hefur síðustu ár leikið með West Ham á Englandi en var ekki sátt með það hvernig síðasta tímabil eftir að hún kom til baka eftir sitt annað barn.
Dagný mun fljótlega taka ákvörðun um framtíð sína og hefur hún verið orðuð við Þrótt og Val hér heima.
Óli var spurður út í Dagnýju eftir leikinn í gær og hvort hún væri komin með samningstilboð úr Laugardalnum.
„No comment," sagði Ólafur við því.
Þróttur er í leikmannaleit eftir að Freyja Karín Þorvarðardóttir sleit krossband. Hún verður frá út tímabilið.
Athugasemdir