Samkvæmt Daily Mail er útilokað að Chelsea og Manchester United muni blanda sér í baráttuna um Alexander Isak.
Það var sagt frá því í gær að Isak væri tilbúinn að skoða í kringum sig. Hann hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning hjá Newcastle og hefur verið talsverður áhugi á honum í sumar.
Það var sagt frá því í gær að Isak væri tilbúinn að skoða í kringum sig. Hann hefur ekki náð samkomulagi um nýjan samning hjá Newcastle og hefur verið talsverður áhugi á honum í sumar.
Liverpool er það félag á Englandi sem hefur sýnt honum mestan áhuga og er sagt tilbúið að bæta met til að sækja hann. Isak mun líklega kosta í kringum 150 milljónir punda.
Þess vegna er Man Utd ekki að fara á eftir honum. United hefur þegar eytt 130 milljónum punda í Matheus Cunha og Bryan Mbeumo og telur sig ekki geta borgað það mikið fyrir Isak á þessum tímapunkti.
Á meðan er ánægja hjá Chelsea með möguleika sína fram á við. Chelsea hefur bætt Liam Delap og Joao Pedro við þá möguleika í sumar.
Athugasemdir