Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 13:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ágúst Hlyns á leið í Vestra
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Ágúst Eðvald Hlynsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ágúst Eðvald Hlynsson er að ganga í raðir Vestra frá AB í Danmörku. Orri Rafn Sigurðarson sagði frá þessu á X og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er þetta frágengið og verður tilkynnt á næstu dögum.

Vestri missti Daða Berg Jónsson aftur í Víking á dögunum og kemur Ágúst til með að fylla það skarð sem hann skilur eftir sig.

Ágúst, sem er fæddur árið 2000, er öflugur leikmaður sem getur leyst flestar fremstu stöðurnar á vellinum.

Hann hefur leikið með AB í þriðju efstu deild í Danmörku frá því í fyrra en þar áður spilaði hann með Breiðabliki, Val, FH og Víkingi hér á landi. Hann spilaði einnig með Horsens í Danmörku frá 2020 til 2022.

Alls hefur Ágúst spilað 104 leiki í Bestu deildinni og skorað í þeim 19 mörk.

Vestri er í sjötta sæti Bestu deildarinnar og er á leið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem andstæðingurinn verður Valur.


Athugasemdir
banner