Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
FH fær öflugan markvörð úr háskólaboltanum (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: FH
FH er búið að staðfesta komu Macy Elizabeth Enneking til félagsins en hún er öflugur markvörður sem lék með Iowa Hawkeyes í bandaríska háskólaboltanum frá 2020 til 2024.

Hún var ein af bestu markvörðunum í háskólaboltanum og bætti ýmis met hjá Iowa Hawkeyes. Hún var þrisvar sinnum valin í lið ársins í 'Big Ten' umspilsmótinu um sæti í sterkustu háskóladeildinni á fjórum árum þar.

Á sinni síðustu leiktíð með Iowa varði hún 59 marktilraunir í 22 leikjum og fékk ekki nema 12 mörk á sig.

Hún var fyrirliði hjá Iowa og vakti mikinn áhuga frá njósnurum. Nú reynir hún fyrir sér í Bestu deildinni þar sem fleiri öflugir leikmenn úr háskólaboltanum hafa tekið sín fyrstu skref.

Macy, sem verður 24 ára í september, mun berjast við Söndru Sigurðardóttur um markmannsstöðuna hjá FH í fjarveru Aldísar Guðlaugsdóttur sem er frá keppni vegna meiðsla.

FH situr í þriðja sæti Bestu deildarinnar eftir tap á heimavelli gegn Val í síðustu umferð. Hafnfirðingar eiga 22 stig eftir 10 umferðir og eru sex stigum á eftir toppliði Breiðabliks, með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner