Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stórliðin hafa áhuga á Sunnu Rún
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sunna Rún Sigurðardóttir er mjög efnilegur leikmaður, hún spilar með uppelsisfélaginu ÍA í Lengjudeildinni og hefur spilað 30 leiki fyrir unglingalandsliðin.

Samkvæmt heimildum hefur Valur sýnt mikinn áhuga á að fá hana í sínar raðir og hafa bikarmeistararnir reynt að kaupa hana.

Þá hafa Íslandsmeistararnir í Breiðabliki einnig sýnt áhuga.

Sunna Rún er fædd árið 2008, hún er miðjumaður sem er með frábæra tækni, mjög góða sendingargetu og fína hlaupagetu.

Þrátt fyrir ungan aldur er hún á sínu fjórða tímabili með meistaraflokki, byrjaði að spila árið 2022.

Alls á hún að baki 85 KSÍ leiki og í þeim hefur hún skorað tólf mörk.

Á þessu tímabili hefur hún spilað níu leiki í Lengjudeildinni og skorað eitt mark.

Sunna Rún er yngri systir landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar og Inga Þórs sem spilar með Grindavík í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner