Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 09:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freyja Karín með slitið krossband
Kvenaboltinn
Freyja Karín Þorvarðardóttir.
Freyja Karín Þorvarðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyja Karín Þorvarðardóttir, leikmaður Þróttar, er því miður með slitið krossband og getur ekki spilað meira með liðinu í sumar.

Freyja Karín meiddist illa á æfingu á dögunum og var ekki með gegn Breiðabliki í stórleiknum í gær.

„Hún er með slitið krossband, því miður. Það er leiðinlegt fyrir Freyju og vont fyrir okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Hún er búin að vera frábær í sumar. Það er eins og gengur í þessu helvíti, leikmenn meiðast. Þetta er vont fyrir Freyju og við söknum hennar en við þurfum að díla það."

Freyja Karín, sem er fædd árið 2004, hefur í sumar skorað sjö mörk í tíu leikjum í Bestu deildinni. Þá hefur hún einnig gert eitt mark í tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum.
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Athugasemdir
banner