Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fös 25. júlí 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM kvenna um helgina - Endurtaka úrslitaleikinn frá HM
Mynd: EPA
Það er aðeins einn leikur eftir af Evrópumótinu þar sem England og Spánn mætast í úrslitum næsta sunnudag.

Þessar þjóðir hafa verið ótrúlega gjarnar á að mætast á síðustu stórmótum. Þær áttust við í 8-liða úrslitum á EM 2022 og hafði England þar betur eftir framlengdan leik. Þær ensku áttu eftir að standa uppi sem sigurvegarar á mótinu og hafa því titil að verja gegn Spáni.

Þjóðirnar kljáðust aftur einu ári síðar þegar þær mættust í úrslitaleiknum á HM. Þær spænsku voru sterkari aðilinn í þeirri viðureign.

Þær fengu frí frá innbyrðisviðureignum 2024 en þessar þjóðir eru núna að mætast í þriðja keppnisleiknum á sama árinu. Þær áttust tvisvar við í Þjóðadeildinni í ár, í fyrri viðureignni sigraði England en í þeirri seinni bar Spánn sigur úr býtum.

Sunnudagur
16:00 England - Spánn
Athugasemdir
banner