Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 25. júní 2020 21:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikarinn: Kiddi hetja Breiðabliks - Framlengt í Ólafsvík
Kristinn skoraði tvö mörk í kvöld. Á myndinni fagnar hann marki sínu gegn Gróttu fyrir tæpum tveimur vikum.
Kristinn skoraði tvö mörk í kvöld. Á myndinni fagnar hann marki sínu gegn Gróttu fyrir tæpum tveimur vikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 2 Keflavík
1-0 Stefán Ingi Sigurðarson ('32 )
1-1 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('50 )
1-2 Kian Paul James Williams ('66 )
2-2 Kristinn Steindórsson ('81 )
3-2 Kristinn Steindórsson ('86 )
Lestu um leikinn.

Breiðablik er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins en þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum gegn Keflavík á heimavelli.

Stefán Ingi Sigurðarson kom heimamönnum yfir en þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson og Kian Williams sáu til þess að gestirnir leiddu eftir 66. mínútur.

Kristinn Steindórsson átti eftir að snúa taflinu við fyrir heimamenn. Kiddi jafnaði leikinn á 81. mínútu og á 86. mínútu kom hann heimamönnum yfir.

„BREIÐABLIK NÆR FORYSTU Á NÝ! KIDDI STEINDÓRS ER Á ELDI!
Kwame lék illilega á Ingimund Aron og gaf boltann á Gísla. Hann lagði boltann á Kristin sem skoraði!"
skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum. Markið reyndist sigurmark leiksins og Kiddi hetja Blika.

Í Ólafsvík fer fram Víkingaslagur og er þar framlenging í gangi.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum í Ólafsvík!
Athugasemdir
banner
banner