Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli um breytingarnar - „Á eftir að valda úkraínsku leikmönnunum erfiðleikum“
Icelandair
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Lucas kemur inn
Andri Lucas kemur inn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, talaði við Stefán Árna Pálsson á Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn Úkraínu í kvöld en hann fór yfir leikskipulagið og breytingarnar.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson og Jóhann Berg Guðmundsson koma inn fyrir Willum Þór Willumsson, Arnór Sigurðsson og Orra Stein Óskarsson.

„Þetta eru breytingar sem við teljum koma okkur í góða stöðu í þessum leik. Auðvitað vitum við að Úkraína eru erfiðir en með þessari liðsuppstillingur ætlum við að koma okkur inn í leikinn og halda í leikinn í 90 mínútur. Svo eru fullt af sprækum leikmönnum á bekknum sem geta hjálpað okkur í að klára þetta verkefni og við erum komnir í það að vinna þennan leik,“ sagði Jói Kalli.

Jóhann Berg er fyrirliði landsliðsins og mikilvægt að fá inn reynslumiklan leikmann sem hefur verið einn sá besti í sögu landsliðsins.

„Algjörlega. Hann er gríðarlega mikilvægur og reynslumikill leikmaður, heldur bolta vel fyrir liðið, duglegur og vinnusamur og hjálpar okkur að skipuleggja og framkvæma alla vinnuna inn á vellinum. Gríðarlega mikilvægt að hann sé kominn til baka.“

Andri Lucas kemur inn. Hann kom inn af bekknum á móti Ísrael og sýndi fína takta.

„Eins og hann sýndi þegar hann kom inn á móti Ísrael þá er hörku framherji, líkamlega sterkur og klókur líka. Hann hleypur mikið aftur fyrir og á eftir að valda úkraínsku leikmönnunum erfiðleikum og við ætlum að nýta það.“

Hvað þarf að gera til að vinna þennan leik?

„Við þurfum að skerpa á okkar leik varnarlega og sóknarlega. Snemma í leiknum á móti Ísrael vorum við að komast í ágætis stöður en ekki að klára sóknirnar nógu vel. Við þurfum að slútta öllum sóknum og gera það almennilega. Megum ekki að vera gefa boltann frá okkur eins og við vorum að gera á köflum á móti Ísrael og ekki gefa Úkraínu tækifæri. Við teljum halda að Úkraínumenn séu líka svolítið stressaðir fyrir þennan leik þannig við ætlum að testa þá og sjá hvernig þeir höndla pressuna sem við setjum á þá og vonandi getum við komist í forystu í þessum leik og klárað hann eins og við ætlum að gera,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner