Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 27. mars 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Aftur meiddist Robertson í landsliðsverkefni
Mynd: EPA
Skoski bakvörðurinn Andy Robertson haltraði af velli í 1-0 tapi Skotlands gegn Norður-Írlandi í vináttulandsleik í gær en þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem hann meiðist í landsleik.

Liverpool-maðurinn fór úr axlarlið í leik með skoska landsliðinu í október eftir samstuð við Unai Simon, markvörð spænska landsliðsins.

Robertson var frá í þrjá mánuði áður en hann snéri aftur í hóp Liverpool í janúar.

Hann var í byrjunarliði Skotlands gegn Norður-Írlandi í gær en fór meiddur af velli á 37. mínútu vegna meiðsla á ökkla.

Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, verður eflaust óhress með að fá þessar fregnir en Liverpool er að fara í gegnum mikilvægasta kafla tímabilsins.

Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með 64 stig eins og Arsenal sem er á toppnum. Arsenal mætir Manchester City á Etihad og á því Liverpool möguleika á að komast á toppinn, það er að segja ef liðið vinnur Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner