Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 27. júní 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst við erfiðleikum ef Lampard ákveður að fara
Lampard er að ræða við Chelsea.
Lampard er að ræða við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mel Morris, eigandi Derby, telur að það séu erfiðir tímar framundan ef Frank Lampard ákveður að fara til Chelsea.

Lampard var að klára sitt fyrsta tímabil sem knattspyrnustjóri Derby í Championship-deildinni og var hann nálægt því að koma liðinu upp í gegnum umspilið.

En nú kallar Chelsea, félagið þar sem hann gerði garðinn frægann sem leikmaður. Derby hefur gefið Chelsea grænt ljós til að ræða við Lampard.

„Það eru erfiðir tímar framundan ef Frank ákveður að fara. Ef hann hefði staðið sig illa á tímabilinu þá væri þetta ekki að gerast," sagði Morris við Talksport.

„Við ræddum þetta þegar við hittumst fyrst og við vissum að þetta myndi einhvern tímann gerast, þó bjuggumst við ekki við því að það myndi gerast svona fljótt."

Morris hefur ekki enn gefið upp vonina á því að Lampard stýri Derby á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner