Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fim 31. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Bikarleik Sociedad frestað
Orri Steinn og hans menn í Soceidad spila ekki í bikarnum í kvöld
Orri Steinn og hans menn í Soceidad spila ekki í bikarnum í kvöld
Mynd: Getty Images
Tólf leikir fara fram í 1. umferð spænska konungsbikarsins í kvöld en þremur leikjum hefur verið frestað vegna hamfararigningarinnar fyrir utan Valencia.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Soceidad áttu að mæta Jove í kvöld, en leikurinn átti að fara fram á heimavelli Jove, sem er einmitt hluti af Valencia-samfélaginu.

Bærinn Chiva, sem er rétt við Valencia, fékk yfir ársmeðaltal af úrkomu á aðeins átta klukkustundum.

Talið er að 95 manns hafi látið lífið vegna óveðursins og hefur mörgum leikjum verið frestað.

Hér fyrir neðan má sjá þá leiki sem verða spilaðir á morgun, en þó eru enn einhverjar líkur á því að fleiri leikjum verði frestað.

Leikir dagsins:
18:00 Barbastro - Amorebieta
18:00 San Tirso - Espanyol
18:00 UE Vic - Atletico Madrid
19:00 Real Avila - Oviedo
19:00 Tudelano - Deportivo Minera
19:30 Don Benito - Andorra CF
20:00 CD Alfaro - Tenerife
20:00 Estepona - Malaga
20:00 Cuarte Industrial - Ferrol
20:00 Gevora - Betis
20:00 Llanera - Cultural Leonesa
20:00 Ontinena - Las Palmas
Athugasemdir
banner
banner
banner