Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 09. febrúar 2018 13:55
Magnús Már Einarsson
HM treyja Íslands verður kynnt 15. mars
Icelandair
Hvernig verður nýja treyjan?
Hvernig verður nýja treyjan?
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ný Errea landsliðstreyja Íslands verður opinberuð 15. mars næstkomandi. Treyjan er á leiðinni til landsins og verður opinberuð með viðhöfn þann 15. mars.

Um helmingur þjóða sem taka þátt á HM í sumar hafa opinberað búninga sína og Ísland bætist í hópinn eftir rúman mánuð.

Stefnt er að því að frumraunin í nýju búningunum verði í vináttuleiknum gegn Mexíkó þann 23. mars.

Miklar umræður voru í kringum búninginn sem Ísland spilaði á EM í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði á dögunum að nýi búningurinn sé öðruvísi í útliti og hún reiknar með að hann eigi eftir að skapa umtal.

„Hann er öðruvísi og hann verður umdeildur, ég get lofað því. Ég verð illa svikin ef hann verður ekki umdeildur, þá er fólk búið að missa áhugann á okkur," sagði Klara létt í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner