Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 11. júní 2018 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 8. umferð: Reyni að komast reglulega í jógatíma
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Guðmundur Steinn skoraði tvö mörk í rosalegum sigri Stjörnunnar á Fjölni.
Guðmundur Steinn skoraði tvö mörk í rosalegum sigri Stjörnunnar á Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinn spilaði í Ólafsvík á síðustu leiktíð.
Guðmundur Steinn spilaði í Ólafsvík á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn rosalegasti leikur Pepsi-deildarinnar síðustu ára átti sér stað í gær þegar Stjarnan lagði Fjölni að velli. Stjarnan gekk á lagið og skoraði fimm mörk í seinni hálfleik. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði tvö af þessum mörkum og er hann leikmaður umferðinnar hjá okkur í áttundu umferð.

Hvernig er hægt að lýsa þessum leik sem fram fór í gær?

„Mér fannst leikurinn í jafnvægi í fyrri hálfleik og 1-1 sanngjörn staða eftir 45 mínútur. Svo gerist eithvað í byrjun seinni hálfleiks sem er erfitt að útskýra, en við byrjum af þvílíkum krafti og tökum öll völd á vellinum, um leið og þeir missa trúna," segir Guðmundur Steinn og bætir við: Að fimm mörk á 15 mínútum í byrjun seinni hálfleiks er algjörlega ótrúlegt ég efast um að nokkur á vellinum hafi upplifað slíkt áður."

„Eitthvað sem ég þurfti að sætta mig við"
Guðmundur Steinn kom til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík í vetur og átti hann að einhverju leyti að fylla skarð Hólmbert Aron Friðjónssonar. Guðmundur þurfti að sætta sig við bekkjursetu í fyrstu leikjum tímabilsins en hefur byrjað síðustu tvo leiki. Hann skoraði einnig þrennu í bikarnum á dögunum.

„já og nei," segir Guðmundur aðspurður að því hvort hann sé ánægður með byrjunina á tímabilinu hjá sér persónulega. „Ég byrjaði mótið á bekknum og get ekki sagt að ég hafi verið sáttur með það, en það er eitthvað sem ég þrufti að sætta mig við þar sem Stjörnuliðið er fullt af gæðaleikmönnum og samkeppni um sæti í liðinu er mikil. Í síðustu leikjum hef ég svo fengið að byrja inn á og er nokkuð sáttur með hvernig það hefur gengið."

„Það var töluverð breyting fyrir mig að koma í Stjörnuna frá Víkingi Ólafsvík og felst sú breyting aðallega í því að Ólafsvík er lítið lið sem var að berjast fyrir sæti sínu í deildinni á meðan Stjarnan er lið sem er að berjast á toppnum. Það kristallast svo í leikstíl liðanna en hjá Stjörnunni erum við meira í því að stjórna leikjum og ég sem framherji fæ töluvert fleiri færi sem er kærkomið. Aftur á móti kunni ég virkilega vel við mig í Ólafsvík og hef ekkert nema gott að segja um vini mín fyrir vestan."

Jóga hefur hjálpað mjög mikið
Guðmundur átt gott tímabil með Ólsurum í fyrra og virðist vera í fantaformi núna. Meiðsli hafa verið að hrjá hann síðustu ár en hann segir að jóga hafi hjálpað sér mjög mikið.

„Það er erfitt að meta hvort ég sé í mínu besta formi, en mér líður vel og hef náð góðum tökum á meiðslavandræðum sem hafa háð mér síðustu ár."

„Varðandi meiðsli þá hefur jóga hjálpað mér mikið og ég reyni að komast reglulega í jógatíma. Svo er auðvitað frábær aðstaða hjá Stjörnunni og vel haldið utan um leikmannahópinn bæði hvað varðar hefðbundnar æfingar og utan þeirra. Allt helst það í hendur og verður til þess að leikmönnum líður vel og eru í góðu formi," segir Guðmundur.

Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð, aðeins tapað einum af fyrstu átta leikjunum. Er þetta ár Garðabæjarliðsins?

„Deildin er mjög jöfn og mörg lið sem gera tilkall til efstu sætanna. Við erum eitt af þeim liðum. Stjarnan hefur sýnt þađ síðustu ár að liðið getur barist á toppnum og ég hef trú á ađ liðið í ár sé engin undantekning," sagði Guðmundur að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Guðmundur Steinn fær pizzuveislu frá Domino´s í verðlaun, hann ætlar að gæða sér á BBQ KING.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner