Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   sun 10. júní 2018 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Stjarnan skoraði fimm í seinni hálfleik
Stjörnumenn fögnuðu sex mörkum í dag.
Stjörnumenn fögnuðu sex mörkum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Stjarnan 6 - 1 Fjölnir
1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('27 )
1-1 Bergsveinn Ólafsson ('40 )
2-1 Hilmar Árni Halldórsson ('47 , víti)
3-1 Baldur Sigurðsson ('52 )
4-1 Guðjón Baldvinsson ('57 )
5-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('59 )
6-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('61 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan pakkaði Fjölni saman í seinni hálfleik þegar liðin mættust í Pepsi-deild karla í Garðabænum í kvöld.

Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom Stjörnunni yfir en Bergsveinn Ólafsson jafnaði fyrir Fjölnismenn þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Í hálfleik kom Hlynur Örn Hlöðversson inn í mark Fjölnis í stað Þórðs Ingasonar sem varð fyrir hnjaski. Það er óhætt að segja að Hlynur hafi ekki átt draumahálfleik í marki Fjölnis því hann fékk á sig fimm mörk á stundarfjórðungi, þó tekur Matthías Freyr Matthíasson fram í beinni textalýsingu að ekki sé hægt að skella skuldinni á Hlyn.

Leikurinn endaði 6-1 fyrir Stjörnuna! Stjarnan er í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar með 13 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Fjölnir er í níunda sæti með níu stig.

Á eftir, klukkan 19:15, er stórleikur KR og FH. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá þeim leik.

Sjá einnig:
Ruglaður seinni hálfleikur í Garðabæ - „Ég er orðlaus"



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner