
„Ég er virkilega ánægður með þetta það er gott að skora og gott að vinna þæginlegan sigur svona á þetta að vera," sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson eftir 5-0 sigur á Þrótti þar sem hann fór hamförum og skoraði þrennu.
Lestu um leikinn: Stjarnan 5 - 0 Þróttur R.
Öll mörkin í þrennunni voru innan markteigs og myndi undirritaður giska á að samanlagðir metrar markanna væri um 2,5 metrar frá marklínu.
„Danni Lax spurði mig að því sama og ég giskaði á að þetta væri svona eins og eitt víti."
„Þetta var smá hikst fyrstu 20 mínúturnar, alltaf erfitt að mæta neðri-deildar liðum en um leið og við náðum tökum á þessu var þetta bara ein átt."
Skondið atvik átti sér stað í seinustu umferð Pepsi-deildarinnar en myndatökumaður Stöð 2 Sport missti þá af marki Guðmundar í leik á móti Grindavík.
„Ég ákvað að setja þrjú og tók enga sénsa á því að þau myndu týnast. Vonandi eru þau öll í sjónvarpinu," sagði Guðmundur brattur.
Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir