Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. maí 2009 07:00
Magnús Már Einarsson
1.deild: Hvað er að frétta af Þór?
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Hreinn Hringsson.
Hreinn Hringsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Pedromyndir
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild

KA og Þór eigast við í grannaslag á Akureyri í kvöld og því er ekki úr vegi að kíkja á stemninguna hjá þessum liðum.

Hreinn Hringsson fyrirliði Þórsara svaraði nokkrum spurningum en hann hefur einnig leikið með KA á ferli sínum.

Hvernig er stemningin hjá Þór þessa dagana? Hún er mjög fín eins og alltaf.

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra? Ekki svo mikið við erum að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem hefur verið í gangi síðustu 4 ár, höfum fengið nokkra nýja leikmenn og misst nokkra eins og gengur og gerist milli ára en erum aðallega með svipaðan kjarna og síðasta ár ásamt því að okkar ungu uppöldnu leikmenn eru nú einu ári reyndari.

Hvernig er stemningin fyrir grannaslagnum í kvöld? Bara mjög fín það eru 3 stig í boði eins og fyrir alla aðra leiki í deildinni þannig að við munum gera okkar besta í kvöld til að reyna ná þeim í hús.

Má búast við fjölmenni á Akureyrarvelli í kvöld? Ætla að vona það að sem flestir sjái sér fært að mæta og styðji sitt lið.

Er rígurinn á milli þessara lið meiri eða minni nú en áður? Það er alltaf rígur en held að hann hafi nú verið meiri hér áður fyrr en hann er og verður alltaf til staðar annars væri ekkert gaman, hann verður að vera til staðar.

Ykkur er spáð 7.sæti í deildinni. Telur þú að það sé raunhæf spá? Við munum gera betur en það.

Hver er helsti styrkleiki ykkar? Mikið af öflugum ungum leikmönnum með reynslubolta inná milli ásamt því að vera með mjög mikið af uppöldnum leikmönnum í okkar liði.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið? Þau eru fín og er haldið innan liðsins.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 1. deildinni í sumar? ÍA og HK

Eitthvað að lokum? Áfram Þór!!!!!!

Eldra úr liðnum Hvað er að frétta?

1.deild:
Víkingur Ólafsvík (26.mars)

2.deild:
BÍ/Bolungarvík (29.apríl)
Hamar (21.apríl)
ÍH/HV (17.apríl)
Reynir Sandgerði (3.apríl)

3.deild:
Árborg (14.maí)
Berserkir (1.maí)
Draupnir (25.mars)
Einherji (16.apríl)
KFR (31.mars)
KFS (30.apríl)
Léttir (8.maí)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner