Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 02. apríl 2024 17:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nablinn spáir í 31. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Nablinn að fara spyrja Arnar Grétarsson spjörunum úr.
Nablinn að fara spyrja Arnar Grétarsson spjörunum úr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Acox fær sigur fá Man City.
Kristófer Acox fær sigur fá Man City.
Mynd: Bára Dröfn
Sigurmark frá Garnacho.
Sigurmark frá Garnacho.
Mynd: EPA
Kemur fyrsti sigur Everton í þrjá og hálfan mánuð í kvöld?
Kemur fyrsti sigur Everton í þrjá og hálfan mánuð í kvöld?
Mynd: Getty Images
Dean Deadlock Henderson.
Dean Deadlock Henderson.
Mynd: EPA
Það er umferð í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni og því ber að fagna með því að fá hinn eina sanna Nabla til spá í leikina. Fimm leikir fara fram í kvöld, þrír annað kvöld og umferðinni lýkur með tveimur leikjum á fimmtudagskvöld.

Andri Már Eggertsson sést oft á íþróttakappleikjum hér heima taka viðtöl fyrir Vísi og Stöð 2 Sport.

Nablinn fylgir á eftir Baldri Sigurðssyni sem var með fjóra rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar.

Newcastle 0 - 1 Everton (í kvöld 18:30)
Það er ekkert grín að koma sér niður á jörðina eftir 4-3 geðveiki. Þetta verður gríðarlega erfitt
verkefni fyrir heimamenn. Sean Dyche verður með vel drillaðar tvær þéttar línur og Tarkowski
gerir sigurmarkið upp úr föstu leikatriði.

Nottingham Forest 1 - 2 Fulham (í kvöld 18:30)
Gestirnir verða í engum vandræðum gegn Forest. Andreas Pereira skorar tvö mörk í fyrri hálfleik
en Gibbs-White gerir sárabótamark í uppbótartíma.

AFC Bournemouth 0 - 0 Crystal Palace (í kvöld 18:45)
Bournemouth er á svakalegu skriði en minn maður Dean Henderson mætir með dauðalásinn og
þetta endar í markalausu jafntefli.

Burnley 2 - 1 Wolverhampton Wanderers (í kvöld 18:45)
Leikur undir ljósunum á Turf Moor í miðri viku er allt önnur skepna en leikir um helgar að degi til
og ég hef upplifað það.

West Ham United 0 - 3 Tottenham Hotspur (í kvöld 19:15)
Stendur og fellur með því hvort Tómas Steindórsson og Össur Skarphéðinsson verða saman að
horfa á leikinn með einn ölsen. Tel litlar líkur á því þannig að þetta verður auðveldur Tottenham
sigur.

Arsenal 2 - 0 Luton Town (á morgun 18:30)
Sennilega auðveldasti leikurinn til að giska á í þessari umferð. Eins og annað sem Arsenal hefur
gert síðustu daga verður þetta ekki fallegt en skilar tveimur mörkum og þremur stigum í pokann.

Brentford 0 - 3 Brighton & Hove Albion (á morgun 18:30)
Heimamenn verða enn þá að fagna stiginu gegn Manchester United síðustu helgi og munu ekki
sjá til sólar gegn spræku Birghton liði. Trúi ekki öðru en að Pascal Gross komi að allavega
tveimur mörkum.

Manchester City 3 - 1 Aston Villa (á morgun 19:15)
Ég horfði á markalausa jafnteflið gegn Arsenal með Manchester City stuðningsmanni númer eitt,
Kristófer Acox, síðasta sunnudag og fyrir hans hönd trúi ég ekki öðru en að City klári þetta
sannfærandi og Haaland gerir þrennu.

Liverpool 2 - 0 Sheffield United (á fimmtudag 18:30)
Get því miður ekki reynt að vera sniðugur að þessu sinni og verð að millifæra þrjú stig á
Liverpool samfélagið með miklum trega. Mér er drullusama hverjir skora og mun ekki horfa á
þennan leik.

Chelsea 1 - 2 Manchester United (á fimmtudag 19:15)
Eðli málsins samkvæmt er endað á besta leik umferðarinnar. Guð hjálpi Chelsea þegar Mason
Mount er byrjaður að finna sitt gamla form. Hann mun að sjálfsögðu skora gegn sínum gömlu
félögum og fagna á Stamford Bridge.

Cole Palmer mun jafna leikinn en Alejandro Garnacho gerir sigurmarkið og Sæbjörn Sævar
Jóhannsson og félagar í Chelsea samfélaginu munu þurfa að sleikja sárin langt fram eftir vori.

Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Heiðar Austmann (2 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner