Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 25. ágúst 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
John Andrews spáir í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
John Andrews kátur á Laugardalsvelli.
John Andrews kátur á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrenna frá Rashford.
Þrenna frá Rashford.
Mynd: Getty Images
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Þriðja umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina, hefst með einum leik í kvöld og lýkur með stórleik Newcastle og Liverpool á sunnudag.

Jón Kári Eldon var með fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð en enn á eftir að spila einn leik.

Bikarmeistarinn John Andrews, þjálfari kvennaliðs Víkings, spáir í þriðju umferðina.

Chelsea 5 - 1 Luton (í kvöld 19:00)
Ég held að Chelsea byrji tímabilið sitt af alvöru í kvöld og vinni Luton nokkuð stórt. Frábærir leikmenn geta spilað frábærlega - og Poch mun ná sínu liði í gang í kvöld.

Bournemouth 1 - 4 Spurs (laugardag 11:30)
Spurs er bara of öflugt og mun klára Bournemouth með tveimur mörkum seint í leiknum.

Arsenal 6 - 1 Fulham (laugardag 14:00)
Arsenal er alvöru lið og þrátt fyrir ég telji að það vanti samt 1 eða 2 leikmenn upp á til að sigra stóru strákana þá munu þeir rústa Fulham á Emirates.

Brentford 2 - 2 Palace (laugardag 14:00)
Leikur dagsins fyrir mér - ég elska að horfa á þessi lið spila og jafntefli væri gott fyrir bæði lið.

Everton 3 - 1 Wolves (laugardag 14:00)
Dyche mun ná að stýra Everton í rétta átt - Wolves er smá 'bogey' lið fyrir Everton - en ég býst samt við því að Everton sigri í ljótum leik.

Man Utd 4 - 1 Forest (laugardag 14:00)
Utd undir stjórn Ten Hag er mjög gott í því að koma til baka og ég held að þeir lendi einu undir en komi til baka og gangi frá Forest. Ég sé þrennu frá Rashford í kortunum og skallamark frá Casemiro - Það er tími kominn að stóru leikmennirnir hjá United stigi upp núna fyrir Utd.

Brighton 2 - 1 West Ham (laugardag 16:30)
Ég er mikill aðdáandi Moysey - en þeir eru ekki komnir í gírinn. Írska undrabarnið, Evan Ferguson setur tvennu til að tryggja Brighton sigur.

Burnley 0 - 1 Aston Villa (sunnudag 13:00)
Snilli Unai Emery landar 1-0 sigri eftir spenanndi fyrsta Evrópuleikinn - engin þynnka þar - Villains taka þetta.

Sheffield Utd 0 - 6 Man City (sunnudag 13:00)
Vélin heldur áfram að malla í þessum leik og þetta verður langur dagur fyrir the Blades. City skorar snemma og heldur svo áfram, auðveld bráð fyrir rándýrið - því miður.

Newcastle 3 - 2 Liverpool (sunnudag 15:30)
Leikur helgarinnar. Hef engin orð um þetta, fólk á bara að halla sér aftur með te og kex og njóta þessa leiks.

Fyrri spámenn:
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Enski boltinn - Fáránleg dómgæsla og Szobo betri kostur en Mount
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner