Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 20. október 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Höskulds spáir í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Siggi Höskulds.
Siggi Höskulds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Hefur gengið brösulega hjá Onana.
Hefur gengið brösulega hjá Onana.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin snýr aftur á morgun eftir landsleikjahlé. Við fengum Sigurð Heiðar Höskuldsson, nýráðinn þjálfara Þórs á Akureyri, til að spá í leikina sem eru framundan.

Liverpool 2 - 0 Everton (11:30 á morgun)
Engin flugeldasýning en þó 90 mín domination frá mínum mönnum. Salah sokkar Inga vin minn enn einu sinni og skorar bæði.

Bournemouth 0 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Kann ágætlega við báða þessa stjóra og þessi leikur verður ágætis skemmtun en verður þó því miður markalaus.

Brentford 2 - 3 Burnley (14:00 á morgun)
Mjög ólíkir leikstílar sem mætast hér en svipuð gæði. Verður opið og skemmtilegt.

Man City 3 - 1 Brighton (14:00 á morgun)
Skemmtileg rimma tveggja stjóra í ástarsambandi. Brighton byrja vel og verða yfir í hálfleik. City vélin kveikir á sér í seinni og lokar þessu þægilega.

Newcastle 1 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Verður einstefna að hálfu Newcastle án þess að þeir skapi mikið. Skora svo ódýrt mark í uppbótartíma.

Nottingham Forest 1 - 0 Luton (14:00 á morgun)
Já...

Chelsea 1 - 1 Arsenal (16:30 á morgun)
Þeir bláu með þrjá sigurleiki í röð með deildabikarnum og virðast vera aðeins að finna taktinn. Verður alvöru leikur með fullt af færum.

Sheffield United 3 - 2 Man Utd (19:00 á morgun)
Sheffield bara of stór biti fyrir elsku Man U. Onana gefur tvö á skemmtilegan hátt.

Aston Villa 2 - 2 West Ham (15:30 á sunnudaginn)
Þetta verður rimma. Bæði lið á ágætis róli og úr verður alvöru leikur.

Tottenham 0 - 1 Fulham (19:00 á mánudaginn)
Norður Lundúnir fengu að dreyma svona rétt yfir landsleikjahlé. Nú fer þetta að fjara út hjá þeim.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Siggi Höskulds: Allir Þórsarar farnir að þrá að spila í efstu deild
Enski boltinn - Hvað er að frétta hjá Leeds?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner