Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fös 22. september 2023 23:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni spáir í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Stefán með syni sínum Gunnari Inga á Old Trafford, seinni leikur gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni sem endaði með 0-1 tapi.
Stefán með syni sínum Gunnari Inga á Old Trafford, seinni leikur gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni sem endaði með 0-1 tapi.
Mynd: Úr einkasafni
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Nær Tottenham að vinna á Emirates?
Nær Tottenham að vinna á Emirates?
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun. Það eru fimm leikir á morgun og fimm leikir á sunnudag.

Við fengum íþróttafréttamanninn Stefán Árna Pálsson til að spá í leiki helgarinnar. Stefán Árni stýrir Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á komandi tímabili en keppni í körfuboltanum hefst 5. október næstkomandi.

Crystal Palace 1 - 0 Fulham (14:00 á morgun)
Það verður allt annað að sjá til Palace. Roy Hodgson mættur aftur eftir veikindi. Nærvera gamla í hliðarlínunni kemur þeim yfir hæðina.

Luton 0 - 2 Wolves (14:00 á morgun)
Luton ógnar ellefu stiga meti Derby. Þetta verður langur vetur, vægast sagt. Úlfarnir með einn þægilegan.

Man City 3 - 0 Nottingham Forest (14:00 á morgun)
Sé ekkert annað en sigur City. Þeir eru á rosalegu rönni og fara létt með þennan. Alvarez með tvö og Haaland eitt.

Brentford 1 - 1 Everton (16:30 á morgun)
Everton nær aðeins að rífa sig í gang núna. Verða fara gera eitthvað og það voru smá batamerki á leik liðsins gegn Arsenal á dögunum. Ná í stig.

Burnley 0 - 2 Man Utd (19:00 á morgun)
United menn rífa sig í gang. Hafa ekkert getað, akkúrat ekkert. En þeir vinna þennan leik nokkuð sannfærandi og Ten Hag lifir á brúninni, í bili.

Arsenal 1 - 2 Tottenham (13:00 á sunnudag)
Held að þátttaka Arsenal í Meistaradeildinni eigi aðeins eftir að koma í bakið á þeim um helgina. Spurs tekur þennan. Ange ball er að heilla og það er jákvæð orka yfir liðinu núna. Svo finnst mér Arsenal ekkert hafa heillað mig mikið. Voru reyndar flottir í vikunni í CL.

Brighton 3 - 1 Bournemouth (13:00 á sunnudag)
Brighton menn skitu á sig í Evrópu í vikunni. Þeir svara því með flottum sigri. Komast í 3-0 en fá á sig mark undir lokin.

Chelsea 2 - 1 Aston Villa (13:00 á sunnudag)
Það er komið að þessu. Chelsea vinnur leik. Ótrúlegt en satt.

Liverpool 2 - 2 West Ham (13:00 á sunnudag)
Þetta verður leikur helgarinnar. Liverpool byrjar enn eina ferðina illa. Moka sig ofan í holu en ná í stig. Á dramatískan hátt. Jöfnunarmark frá Nunez á 96. mínútu.

Sheffield United 1 - 2 Newcastle (15:30 á sunnudag)
Newcastle hefur verið í basli en þeir ættu nú að klóra sig fram úr þessu verkefni. En þetta verður strembið.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 4 4 0 0 11 3 +8 12
2 Arsenal 4 3 1 0 6 1 +5 10
3 Newcastle 4 3 1 0 6 3 +3 10
4 Liverpool 4 3 0 1 7 1 +6 9
5 Aston Villa 4 3 0 1 7 6 +1 9
6 Brighton 4 2 2 0 6 2 +4 8
7 Nott. Forest 4 2 2 0 4 2 +2 8
8 Chelsea 4 2 1 1 8 5 +3 7
9 Brentford 4 2 0 2 6 6 0 6
10 Man Utd 4 2 0 2 5 5 0 6
11 Bournemouth 4 1 2 1 5 5 0 5
12 Fulham 4 1 2 1 4 4 0 5
13 Tottenham 4 1 1 2 6 4 +2 4
14 West Ham 4 1 1 2 5 6 -1 4
15 Leicester 4 0 2 2 5 7 -2 2
16 Crystal Palace 4 0 2 2 4 7 -3 2
17 Ipswich Town 4 0 2 2 2 7 -5 2
18 Wolves 4 0 1 3 4 11 -7 1
19 Southampton 4 0 0 4 1 8 -7 0
20 Everton 4 0 0 4 4 13 -9 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner