Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 10. nóvember 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg Ryder spáir í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sean Longstaff.
Sean Longstaff.
Mynd: EPA
Körfuboltamaðurinn öflugi Ægir Þór Steinarsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í elleftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fyrir síðustu helgi.

Að þessu sinni spáir Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, í leikina sem eru framundan. Gregg er fæddur í Newcastle og ólst upp hjá samnefndu félagi sem leikmaður og sem þjálfari.

Wolves 1 - 2 Tottenham (12:30 á morgun)
Ange-ball ber sigur úr býtum.

Arsenal 1 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Arteta er enn að væla en þökk sé VAR mun Arsenal stela stigi.

Crystal Palace 1 - 1 Everton (15:00 á morgun)
Rólegt jafntefli.

Man Utd 2 - 1 Luton (15:00 á morgun)
Að duga eða að drepast. Þetta er leikur sem United þarf að vinna eftir heimsókn þeirra til Kaupmannahafnar. Garnacho skorar að minnsta kosti eitt mark.

Bournemouth 0 - 1 Newcastle (17:30 á morgun)
Hitt besta svarta og hvíta lið heimsins vinnur hér sterkan útisigur. 'He's one of our own Sean "Longy" Longstaff' gerir sigurmarkið í leiknum.

Aston Villa 0 - 1 Fulham (14:00 á sunnudag)
Ég hata Villa - ég er með mínar ástæður fyrir því - og Fulham á skilið að vinna leik. Það er kominn tími á það.

Brighton 1 - 0 Sheffield United (14:00 á sunnudag)
Brighton er nánast í eins miklum meiðslavandræðum og Newcastle. Þetta verður hörkuleikur.

Liverpool 3 - 1 Brentford (14:00 á sunnudag)
'Liverpool have everything "Tou-louse"...' Ég á marga íslenska vini sem halda með Liverpool svo verð að setja sigur á þá. Darwin Nunez setur þrennu.

West Ham 2 - 0 Nottingham Forest (14:00 á sunnudag)
Forest er heppnasta lið sem ég hef séð, en þeir verða ekki heppnir á móti West Ham. Bowen og Kudus með mörkin.

Chelsea 1 - 2 Man City (16:30 á sunnudag)
City tapar ekki stórum leikjum. Þeir hafa unnið alla leiki frá því þeir töpuðu gegn Arsenal í síðasta mánuði, og þeir tapa ekki þessum leik.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner
banner