Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   lau 30. mars 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Baldur Sig spáir í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Bóas ætlar að skella sér á völlinn.
Benedikt Bóas ætlar að skella sér á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Baldur spáir því að Rice geri sigurmarkið í stórleiknum.
Baldur spáir því að Rice geri sigurmarkið í stórleiknum.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildin fer aftur að rúlla í hádeginu í dag eftir landsleikjahlé. Það eru virkilega skemmtileg tíðindi en það er gríðarleg spenna í deildinni.

Baldur Sigurðsson, einn besti fótboltamaður í sögu efstu deildar á Íslandi, spáir í leikina sem eru framundan. Það styttist í það að Besta deildin fari af stað en Baldur stýrir þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem eru í sýningu á Stöð 2 Sport þessa dagana.

Það er svo sannarlega óhætt að mæla með áhorfi á þeim þáttum áður en Besta deildin fer af stað. Það er þáttur um HK klukkan 19:20 á Stöð 2 Sport í kvöld og þáttur um Fram á Páskadag.

Newcastle 3 - 0 West Ham (12:30 í dag)
Ég held að þessi leikur fari jafntefli en ég spái samt 3-0 heimasigri fyrir Benedikt Bóas. Hann er að fara á þennan leik og ég þurfti að hlusta á hann tala um Newcastle og þessa ferð í 40 mín í fermingarveislu um síðustu helgi. Hann hefur s.s. aldrei séð sigurleik á heimavelli og ef þeir vinna þennan leik þarf ég vonandi aldrei að hlusta á hann tala um þetta aftur.

Bournemouth 2 - 0 Everton (15:00 í dag)
Þægilegur 2-0 heimasigur þar sem Solanke setur 2 á Pickarann.

Chelsea 4 - 0 Burnley (15:00 í dag)
Burnley eru alveg að fara detta í "fuck it" mode en því miður er ekki komið að því enn. Chelsea refsa grimmilega og vinna 4-0.

Nottingham Forest 3 - 3 Crystal Palace (15:00 í dag)
Þessi leikur verður taumlaus skemmtun og gleði og endar 3-3.

Sheffield United 2 - 2 Fulham (15:00 í dag)
Þessi leikur verður taumlaus skemmtun og gleði og endar 2-2.

Tottenham 1 - 1 Luton (15:00 í dag)
Leiðin að sjötta sætinu er hafin hjá Tottenham. Fá á sig mark snemma og liggja á Luton en uppskera bara jafntefli.

Aston Villa 1 - 2 Wolves (17:30 í dag)
Það er eitthvað sem segir mér að Aston Villa komi illa stemmdir undan þessu landsleikjahléi. City og Arsenal framundan og því fá stig sem safnast í pokann í næstu leikjum.

Brentford 0 - 3 Man Utd (20:00 í kvöld)
Kobbie Mainoo vinnur 15 návígi í leiknum og þrjú af þeim skila marki. Garnacho verður viðriðinn öll þrjú mörkin. Sennilega eitt mark og tvær stoðsendingar.

Liverpool 2 - 1 Brighton (13:00 á sunnudag)
Liverpool eru orðnir litlir í sér þegar þeir mæta Brighton eins og úrslit síðustu leikja á milli þeirra sýna. Þeir verða í veseni en fá umdeilt víti á 95 mín sem tryggir þeim sigurinn.

Man City 0 - 1 Arsenal (15:30 á sunnudag)
Veisla að fá þennan leik beint í kjölfarið á landsleikjahlénu. Það er einhver mótvindur í gangi hjá City, meiðsli og fleira, þannig að þeir tapa óvænt á heimavelli sem gerir það að verkum að Arsenal og Liverpool berjast á toppnum til enda. Rice tryggir sigurinn með langskoti.

Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Heiðar Austmann (2 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner