Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   fös 17. maí 2024 08:50
Elvar Geir Magnússon
Thiago og Matip yfirgefa Liverpool (Staðfest)
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Thiago Alcantara og varnarmaðurinn Joel Matip munu yfirgefa Liverpool eftir tímabilið. Félagið hefur staðfest þetta.

Thiago er 33 ára, fyrrum landsliðsmaður Spánar, og gekk í raðir Liverpool frá Bayern München 2020. Hann hefur spilað 98 leiki fyrir Liverpool.

Matip er 32 ára og hefur spilað 201 leik, og skorað 11 mörk, fyrir Liverpool síðan hann kom frá Schalke 2016.

Leikmennirnir tveir hafa spilað lítið á þessu tímabili vegna meiðsla. Matip, sem er fyrrum landsliðsmaður Kamerún, hefur ekki spilað síðan hann sleit krossbönd í leik gegn Fulham í desember.

Thiago, sem er fyrrum leikmaður Barcelona, missti af fyrstu sex mánuðum tímabilsins vegna vandamála í mjöðm. Hann snéri aftur í leik gegn Arsenal í febrúar en varð fyrir vöðvameiðslum sem hafa haldið honum frá síðan.

Ekki hægt að segja neitt slæmt
„Þetta hafa verið átta dásamleg ár hérna í Liverpool. Mér var leyft að vera hluti af spennandi árum hjá félaginu. Við höfum unnið mögnuð afrek og erum með bestu stuðningsmenn í heimi," segir Matip.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool, sem yfirgefur einnig félagið eftir tímabilið, fer fögrum orðum um Matip.

„Á öllum mínum árum í boltanum held ég að ég hafi ekki kynnst mörgum leikmönnum sem eru elskaðri en Joel Matip. Ég er ekki viss um það sé hægt að segja eitthvað slæmt um hann," segir Klopp.

Thiago og Matip unnu FA-bikarinn og deildabikarinn með Liverpool 2022. Á því tímabili endaði Liverpool einu stigi á eftir meisturum Manchester City í úrvalsdeildinni og tapaði gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Ef þú elskar fótbolta þá var rökrétt að þú horfðir á Thiago Alcantara spila. Meðsli hafa sett leiðinlegt strik í reikninginn en þegar hann var heill þá var hann ótrúlegur fyrir okkur. Ég mun alltaf muna eftir því," segir Klopp.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir