Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 08:01
Elvar Geir Magnússon
Brasilía skákar Evrópuþjóðum og heldur HM kvenna 2027
Nú er bara að vona að Ísland verði í Brasilíu 2027!
Nú er bara að vona að Ísland verði í Brasilíu 2027!
Mynd: EPA
Brasilía mun halda HM kvenna 2027 en þjóðin skákaði sameiginlegri umsókn Hollands, Belgíu og Þýskalands.

Haldin var kosning á þingi FIFA í Bangkok í morgun og hlaut Brasilía 119 atkvæði en umsókn Evrópulandanna 78.

Þetta verður í fyrsta sinn sem HM kvenna fer fram í Suður-Ameríku.

„Til hamingju Brasilía!" sagði Gianni Infantino forseti FIFA þegar niðurstaðan varð ljós.

Í sérstakri skýrslu FIFA skoraði umsókn Brasilíu hærra í ýmsum þáttum, þar á meðal hvað varðar leikvanga, gistingu, aðdáendasvæði og samgöngur.

Heimsmeistarakeppnin verður með sama hætti og keppnin sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á síðasta ári. Spánn vann það mót eftir að hafa unnið England í úrslitaleik.

Nú er bara að vona að Ísland verði í Brasilíu 2027 en kvennalandslið okkar hefur aldrei komist á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner