Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   þri 04. september 2018 18:17
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Glódís maður leiksins
Icelandair
Glódís þótti skara fram úr í jafnteflinu gegn Tékkum
Glódís þótti skara fram úr í jafnteflinu gegn Tékkum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta var spræk í fremstu víglínu, fiskaði víti en hefði átt að skora
Elín Metta var spræk í fremstu víglínu, fiskaði víti en hefði átt að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einkunnir fotbolti.net úr leik Íslands og Tékklands sem endaði með 1-1 jafntefli. HM draumurinn er því úr sögunni.



Guðbjörg Gunnarsdóttir (m) 4
Gerði sig seka um slæm mistök í marki Tékklands þegar hún hálfpartinn missti boltann inn. Steig upp í seinni hálfleik og bjargaði nokkrum sinnum vel.

Ingibjörg Sigurðardóttir 6
Ingibjörg átti góðan leik í fyrri hálfleik en virtist vera orðin þreytt í þeim seinni og braut stundum klaufalega fyrir vikið. Átti nokkrar stórhættulegar fyrirgjafir í fyrri hálfleik sem hefðu auðveldlega getað orðið að marki.

Sif Atladóttir 7
Vinnusöm að vanda og stoppaði ófáar sóknir Tékka. Átti þó í svolitlum erfiðleikum með að koma boltanum frá sér. Tók langt innkast í lokin sem leiddi til marks Íslands.

Glódís Perla Viggósdóttir 7-Maður leiksins
Glódís stóð vaktina vel í vörninni í dag. Skilaði boltanum vel frá sér og stoppaði sóknarmenn Tékka hvað eftir annað. Var einnig virkilega öflug í loftinu. Skoraði einnig eina mark Íslands í leiknum eftir langt innkast frá Sif.

Hallbera Guðný Gísladóttir 4
Hallbera átti ekki góðan leik í dag. Hún átti einfaldlega of margar misheppnaðar sendingar og hleypti mönnum of auðveldlega fram hjá sér. Hún átti þó nokkrar hættulegar fyrirgjafir.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6
Gunnhildur barðist allan leikinn og var virkilega áberandi í fyrri hálfleik. Hún átti góðar sendingar og vann margar tæklingar. Svo átti hún geggjaðan skalla í stöngina í fyrri hálfleik. Dró úr henni í seinni hálfleik líkamlega enda lenti hún oft í hörðum návígjum en hún hélt þó haus. Henni var svo skipt út á 73. mínútu.

Selma Sól Magnúsdóttir 4
Selma átti ekki góðan dag í dag. Virtist vera stressuð í byrjun og náði sér ekki á strik. Átti þó góðar aukaspyrnur og nokkra góða bolta fyrir. Hún var að spila á kantinum í dag sem virðist ekki henta henni eins vel og miðjan. -

Elín Metta Jensen 7
Elín var lífleg í dag. Hún átti tvö góð færi sem hún hefði átt að nýta betur áður en Tékkar skoruðu sitt mark. Átti marga góða snúninga og kom sér í færi. Hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar hún var tekin niður inni í teig. Hún vann svo vítið sem Ísland fékk í lokin.

Sigríður Lára Garðarsdóttir 5
Sísí byrjaði leikinn vel en dró úr henni þegar leið á. Var sterk í loftinu og vann mikið af boltum á miðjunni til að byrja með en Tékkar tóku svolítið yfir miðjuna í seinni hálfleik. Miðjumenn Tékka voru of oft illa dekkaðir á hættusvæðum.

Sara Björk Gunnarsdóttir 5
Fyrirliðinn náði ekki að sýna sitt rétta andlit í dag, tapaði mörgum boltum á miðjunni. Barðist þó allan leikinn að vanda. Klúðraði svo vítaspyrnunni í lokin sem hefði getað komið Íslandi í umspil en sýndi þó hugrekki með því að fara á punktinn.

Fanndís Friðriksdóttir 5
Fanndís sást ekki mikið í dag. Tók mörg hlaup inn í teig í fyrri hálfleik en fékk nánast aldrei boltann. Dró svolítið úr henni í seinni hálfleik sem og öðrum í liðinu. Hún náði ekki að nýta hraðann sinn og kom sér sjaldan á bak við varnarlínu Tékka.

Varamenn

Agla María Albertsdóttir 5
Kom inn með smá kraft en náði ekki að setja mark sitt á leikinn

Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5
Kom inn á í erfiðri stöðu þar sem ekkert var að gerast og náði ekki að setja mark sitt á leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner