Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fim 08. febrúar 2024 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvíst hvar Alex spilar í sumar - Hefur fundað með Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson er leikmaður Breiðabliks og er samningsbundinn út tímabilið 2025. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ekki víst hvort hann muni verða hluti af leikmannahópi Breiðabliks í sumar.

Alex fór á fund með Fram nýlega og var rætt um möguleg skipti þangað. Samkvæmt heimildum skoðar nú Alex sína kosti. Hann vill spila meira í sumar en hann gerði í fyrra og óvíst hvort hann fái það hjá Breiðabliki.

Hann var keyptur frá Fram eftir tímabilið 2022 en fékk lítið að spila hjá Breiðabliki fyrri hluta síðasta tímabils. Hann var svo lánaður til KA þar sem hann spilaði sex leiki áður en hann meiddist.

Hann er hægri bakvörður sem verður 27 ára í haust. Hjá Breiðabliki er hann í samkeppni við fyrirliðann Höskuld Gunnlaugsson sem er einn öflugasti leikmaður deildarinnar og missir sjaldan út leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner