Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 08. mars 2024 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afar ólíklegt að Ísland geti spilað fyrsta heimaleikinn á Laugardalsvelli
Icelandair
Síðasti heimaleikur var á Kópavogsvelli.
Síðasti heimaleikur var á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt í gær að íslenska kvennalandsliðið muni hefja leik í undankeppni EM 2025 gegn Póllandi á heimavelli í apríl.

Það er afar ólíklegt að hægt verði að spila þann leik á Laugardalsvelli vegna vallaraðstæðna þar.

„Við teljum afar ólíklegt að verði spilað hér í apríl," segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli í samtali við Fótbolta.net.

Það má því búast við því að íslenska kvennalandsliðið þurfti aftur að spila heimaleik annars staðar en á Laugardalsvelli.

Síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum okkar var á Kópavogsvelli núna í febrúar en þá spiluðu stelpurnar úrslitaleik við Serbíu um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Sá leikur þurfti að fara fram 14:30 á þriðjudegi þar sem fljóðljósin eru ekki nægilega sterk á vellinum að mati UEFA. Því þurfti leikurinn að fara fram að degi til.

Ef leikurinn gegn Póllandi fer fram á Íslandi og ekki á Laugardalsvelli, þá gæti hann þurft að fara fram á svipuðum tíma og leikurinn gegn Serbíu. Þá er spurning hvort leikurinn verði fluttur erlendis. Það verður að koma í ljós.

Leikir Íslands í undankeppni EM 2025:
Ísland - Pólland föstudaginn 5. apríl

Þýskaland - Ísland þriðjudaginn 9. apríl

Austurríki - Ísland föstudaginn 31. maí

Ísland - Austurríki þriðjudaginn 4. júní

Ísland - Þýskaland föstudaginn 12. júlí

Pólland - Ísland þriðjudaginn 16. júlí
Athugasemdir
banner
banner