Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 25. apríl 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney við Van Dijk: Þetta er hluti af þínu starfi
Mynd: Getty Images

Virgil van Dijk kvartaði undan leiktímanum fyrir næsta leik liðsins eftir leikinn gegn Everton í gær.


Liverpool tapaði gegn Everton og titilvonir liðsins eru orðnar ansi litlar. Næsti leikur liðsins er gegn West Ham á útivelli í hádeginu á laugardaginn.

„Það er kominn tími til að einbeita sér að leiknum klukkan 11:30 enn eina ferðina. Þessir leikir eru alltaf erfiðir og stundum hefðum við ekki átt að vinna en við nú verðum við að rífa okkur upp og vera tilbúnir fyrir leikinn snemma á laugardaginn," sagði Van Dijk.

Wayne Rooney var sérfræðingur hjá Sky Sports yfir leiknum í gær en hann tjáði sig um ummæli Van Dijk.

„Þetta er áhyggju efni og ég held að þetta hafi gerst oft í gegnum tímabilið, aftur talað um þennan leiktíma. Þetta Liverpool lið ætti að vilja fara út á morgun í næsta leik," sagði Rooney.

„Þegar þú tapar leik, sérstaklega grannaslag, viltu fá næsta leik strax. Við höfum heyrt þetta svo oft með Liverpool og hádegisleiki. Haltu bara áfram. Þetta er hluti af þínu starfi, þú átt að vera klár í að spila."


Athugasemdir
banner
banner