Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Emery ósáttur með McGinn: Mikilvægt að hafa stjórn á tilfinningum
Mynd: EPA
Unai Emery, þjálfari Aston Villa, var svekktur eftir 0-4 tap á heimavelli í evrópuslag gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Staðan var markalaus í leikhlé en Tottenham komst í tveggja marka forystu í síðari hálfleik áður en John McGinn fékk að líta beint rautt spjald fyrir heimskulegt brot á miðjum velli. Skoski miðjumaðurinn var ekkert að hugsa um boltann þegar hann sparkaði Destiny Udogie niður og var sendur í sturtu.

Sjáðu atvikið

„Við áttum góðan fyrri hálfleik þar sem þeir sköpuðu sér engin færi. Okkur tókst ekki að nýta þau færi sem við sköpuðum og í seinni hálfleik skoruðu þeir mögnuð mörk til að komast í tveggja marka forystu. Eftir rauða spjaldið varð þrautin talsvert þyngri," sagði Emery, sem beindi næstu orðum sínum að McGinn.

„Það er mikilvægt að hafa stjórn á tilfinningunum, þó að við séum að tapa með tveimur. Það er á okkar ábyrgð að sýna þroska, þetta rauða spjald eru vonbrigði fyrir mig. John McGinn er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur, þetta er annað rauða spjaldið hans í 600 leikjum held ég. Hann er heiðarlegur leikmaður með mikið keppnisskap, hann ætlaði sér ekki að meiða neinn."

Aston Villa er í fjórða sætinu eftirsótta sem stendur, tveimur stigum fyrir ofan Tottenham sem á leik til góða.

„Við þurfum að spila betur í svona mikilvægum leikjum. Við erum ennþá í fjórða sæti en við misstum af stóru tækifæri í dag. Núna er mikilvægt að bregðast hratt og vel við, við þurfum að samþykkja þetta tap og setja alla einbeitinguna á næsta leik gegn Ajax. Við munum þurfa á stuðningsfólkinu okkar að halda."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner