Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 25. apríl 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Erum ekki öruggir í Meistaradeildina

Jurgen Klopp stjóri Liverpool varaði liðið sitt við því að Meistaradeildarsæti væri í hættu eftir tap liðsins gegn Everton í gær.


Liverpool hefur verið í harðri baráttu um enska titilinn á þessu tímabili gegn Man City og Arsenal en eftir tapið í gær eru líkurnar orðnar ansi litlar að Klopp endi tímann sinn hjá félaginu með titlinum stóra.

„Við þurfum á því að halda að Man City og Arsenal tapi stigum en í sögulegu samhengi gera þau það ekki. Arsenal voru ekki neitt sérstaklega slakir í gærkvöldi. Við þurfum að spila betur. Við þurfum stig, við erum ekki öruggir í Meistaradeildina. Tottenham á mjög marga leiki inni," sagðI Klopp.

Það þarf þó mikið að gerast til að Liverpool fari ekki í Meistaradeildina en liðið er með 14 stiga forystu á Tottenham þegar Liverpool á fjóra leiki eftir en Tottenham á tvo leiki til góða.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner