Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. mars 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Álafoss skoraði tíu - Skallagrímur vann í Boganum
Alexander Aron var markahæstur í sigri Álafoss.
Alexander Aron var markahæstur í sigri Álafoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hanna Símonardóttir
Tveimur síðustu leikjum dagsins er lokið í Lengjubikarnum, þar sem Álafoss gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í stórsigri gegn Uppsveitum í C-deildinni.

Alexander Aron Davorsson skoraði þrennu í sigrinum á meðan Brynjar Þór Arnarsson setti tvennu.

Þetta er fyrsti sigur Álafoss í Lengjubikarnum og er liðið með þrjú stig eftir þrjár umferðir, en Uppsveitir eru án stiga eftir tvo leiki og hafa fengið 20 mörk á sig.

Samherjar spiluðu þá við Skallagrím og tóku forystuna í fyrri hálfleik en enduðu á að tapa leiknum 2-4.

Sölvi Snorrason lék Samherja grátt og skoraði þrennu fyrir Skallagrím.

Skallagrímur er með þrjú stig eftir tvær umferðir en Samherjar eru án stiga eftir þrjár umferðir.

Álafoss 10 - 0 Uppsveitir
1-0 Alexander Aron Davorsson ('4 )
2-0 Wentzel Steinarr R Kamban ('18 )
3-0 Brynjar Þór Arnarsson ('21 )
4-0 Alexander Aron Davorsson ('23 )
5-0 Elvar Ingi Vignisson ('24 )
6-0 Brynjar Þór Arnarsson ('45 )
7-0 Axel Pálsson ('61 )
8-0 Alexander Aron Davorsson ('74 )
9-0 Ísak Orri Leifsson Schjetne ('75 )
10-0 Valgeir Viðar Jakobsson ('84 )

Samherjar 2 - 4 Skallagrímur
1-0 Ágúst Örn Víðisson ('12 )
1-1 Sölvi Snorrason ('28 )
1-2 Sölvi Snorrason ('43 )
2-2 Kristján Freyr Óðinsson ('50 )
2-3 Pétur Lárusson ('77 )
2-4 Sölvi Snorrason ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner