Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Arsenal þarf að koma til baka á heimavelli
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal þarf að koma til baka gegn Porto eftir 1-0 tap í fyrri leiknum.
Arsenal þarf að koma til baka gegn Porto eftir 1-0 tap í fyrri leiknum.
Mynd: EPA
Robert Lewandowski, sóknarmaður Barcelona.
Robert Lewandowski, sóknarmaður Barcelona.
Mynd: EPA
Áfram halda 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld. Það eru tveir mjög svo áhugaverðir leikir á dagskrá.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Svona spá þeir leikjum kvöldsins:

Ingólfur Sigurðsson

Arsenal 2 - 0 Porto
Havertz og Trossard tryggja Arsenal áfram í 8-liða úrslitin. Porto verða númeri of litlir á Emirates.

Barcelona 1 - 1 Napoli
Hérna förum við í framlengingu í hörkuleik. Ég gæti alveg trúað því að Napoli myndi síðan komast áfram. Lewa kemur Barcelona yfir, en Politano jafnar.

Viktor Unnar Illugason

Arsenal 3 - 1 Porto
Arsenal eru sjóðandi þessa daganna. Þeir stíga yfir stóra hindrun og vinna þennan.

Barcelona 2 - 1 Napoli
Þetta verður helvíti jafn leikur en Barca stela þessu í lokin með marki fra Lewandowski.

Fótbolti.net - Anton Freyr Jónsson

Arsenal 3 - 0 Porto
Arsenal eru undir í þessu einvígi en eiga heimaleikinn inni. Þeir fara 100% áfram og vinna nokkuð sannfærandi sigur. Saka skorar og leggur upp.

Barcelona 2 - 1 Napoli
Ég geri ráð fyrir því að Barcelona fari áfram úr þessu einvígi en Napoli mun alltaf stríða Börsungum. Napoli kemst yfir í leiknum en heimamenn svara með tveimur mörkum. Lewandowski skorar sigurmarkið undir blálokin.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 14
Fótbolti.net - 11
Ingólfur Sigurðsson - 7
Athugasemdir
banner
banner