Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 08:56
Elvar Geir Magnússon
Sextán ára og er á blaði hjá Real Madrid, Barcelona og PSG
Franco Mastantuono.
Franco Mastantuono.
Mynd: Getty Images
Barcelona, Real Madrid og Paris Saint-Germain fylgjast gaumgæfilega með Franco Mastantuono, sextán ára sóknarmiðjumanni River Plate í Argentínu.

Mastantuono er yngsti leikmaður sem hefur spilað í SuperClasico viðureign milli erkifjendanna Boca Juniors og River Plate. Þá varð hann yngsti markaskorari í sögu River nýlega.

Samkvæmt reglum getur Mastantuono ekki farið í Evrópufótboltann fyrr en hann verður átján ára en stóru félögin eru oft búin að tryggja sér leikmennina áður en að því kemur.

Mastantuono hefur einnig verið orðaður við Manchester United en riftunarákvæði í núgildandi samningi hans er 30 milljónir evra. Sá samningur rennur út á næsta ári en River Plate er að vinna í því að gera við hann nýjan.

Það er útlit fyrir að Mastantuono verði næsta ungstirni sem fer frá Argentínu til Evrópu eftir að Manchester City tryggði sér Julian Alvarez og Claudio Echeverri.


Athugasemdir
banner
banner
banner