Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 10:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fotbollskanalen 
„Borgargaur“ sem er mættur í ævintýri á Ísafirði
William Eskelinen er fyrrum markvörður AGF.
William Eskelinen er fyrrum markvörður AGF.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
William Eskelinen, nýr markvörður Vestra, segist spenntur fyrir komandi ævintýrum. Hann er í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð.

Eskelinen kom til Íslands síðasta föstudag en þessi 27 ára leikmaður yfirgaf Örebro eftir síðasta tímabil

„Náttúrulega er allt öðruvísi hér, þetta verður ævintýri og ný reynsla. Ég er kominn á öðruvísi stað en Svíþjóð eða Danmörk þar sem ég hef áður spilað. Þetta er spennandi," segir Eskelinen.

Hann segist finna að Vestri sé félag sem vilji stækka og byggja upp. Metnaðurinn sé mikill hjá nýliðunum og hann telur að íslenska deildin sé sterkari en margir telji.

„Ég held að margir beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil. Ég veit ekki mikið um íslensku deildina en hef rætt við fyrrum íslenska liðsfélaga mína og ég tel deildina sterkari en flestir halda. Bestu liðin eru að gera góða hluti í Evrópukeppnum. Ég held að mörg félög í Evrópu horfi frekar til íslensku deildarinnar en B-deildanna í Svíþjóð eða Noregi. Margir leikmenn héðan fara til stærri félaga."

Eskelinen segist fyrst og fremst hafa verið að hugsa um fótboltann þegar hann ákvað að semja við Vestra en hann muni nota tækifærið og skoða Ísland og hvað landið hefur upp á að bjóða. Hann er spurður að því hvort hann sé náttúruunnandi?

„Haha, í rauninni ekki. Ég er borgargaur en nú mun ég búa í litlum bæ. Það verður gaman að upplifa það, þroskast sem persóna og upplifa nýja hluti," segir Eskelinen sem er á leið með Vestramönnum í æfingaferð til Spánar.
Athugasemdir
banner
banner
banner