Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2024 07:15
Elvar Geir Magnússon
Gyökeres efstur á blaði Arsenal - Liverpool hefur áhuga á Pacho
Powerade
Arsenal vill Gyökeres.
Arsenal vill Gyökeres.
Mynd: EPA
Pacho í ensku úrvalsdeildina?
Pacho í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: EPA
Stefan Ortega.
Stefan Ortega.
Mynd: Getty Images
Gyökeres, Díaz, Greenwood, Merino, Sterling, Walker, Sarri og fleiri í Powerade slúðurpakkanum þennan miðvikudaginn. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Arsenal hefur sett sænska framherjann Viktor Gyökeres (25) hjá Sporting Lissabon efstan á lista sinn fyrir sumarið. Þessi fyrrum leikmaður Coventry er með 85 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Football Transfers)

Liverpool hefur tjáð Barcelona að kólumbíski vængmaðurinn Luis Díaz (27) sé hluti af framtíðaráætlunum félagsins og verði ekki seldur í sumar. (Mirror)

Arsenal og Liverpool hafa áhuga á ekvadorska miðverðinum Willian Pacho (22) hjá Eintracht Frankfurt. (90min)

Brighton ætlar að reyna að fá enska vængmanninn Reiss Nelson (24) frá Arsenal í sumar. (Teamtalk)

Manchester United vill fá 43 milljónir punda fyrir enska framherjann Mason Greenwood (22) sem hefur verið á láni hjá Getafe á Spáni. Ónefnt félag í Sádi-Arabíu hefur sýnt áhuga á að kaupa hann. (Mirror)

Manchester United er að reyna að fá miðjumanninn Mikel Merino (27) fyrrum leikmann Newcastle aftur til Englands. Spænski landsliðsmaðurinn spilar fyrir Real Sociedad. (COPE)

Chelsea gæti horft til þess að losa marga stjörnuleikmenn í sumar, þar á meðal enska framherjann Raheem Sterling (29). (Mail)

West Ham fylgist með portúgalska sóknarmiðjumanninum Pedro Goncalves (25) hjá Sporting Lissabon. Hann er bundinn Sporting til júní 2027 og er með 68 milljóna punda riftunarákvæði. (Record)

Manchester City er í viðræðum um að framlengja samning þýska markvarðarins Stefan Ortega (31) hjá félaginu. (Florian Plettenberg)

Enski bakvörðurinn Kyle Walker (33) segir að hann hefði áhuga á að fara til Sádi-Arabíu en sé ekki til í að yfirgefa ensku úrvalsdeildina strax. (FIVE)

Fulham og Nottingham Forest hafa áhuga á skoska sóknarmiðjumanninum Lewis Ferguson (24) sem hefur skorað sex mörk í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili. (Calciomercato)

Skoski miðjumaðurinn Marc Leonard (22) hjá Brighton er á óskalistum Preston, Plymouth og Swansea. (Fabrizio Romano)

Þrátt fyrir áhuga frá Juventus og AC Milan er það Aston Villa sem er í lykilstöðu til að fá varnarmanninn Mario Hermoso (28) á frjálsri sölu frá Atletico Madrid í sumar. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner