Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ramsey óvænt mættur aftur í landsliðið
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Cardiff/Twitter
Ef Hennessey spilar tvo leiki til viðbótar jafnar hann Gareth Bale sem leikjahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni.
Ef Hennessey spilar tvo leiki til viðbótar jafnar hann Gareth Bale sem leikjahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni.
Mynd: Getty Images
Fyrirliðinn Aaron Ramsey er í velska landsliðshópnum fyrir komandi umspil um sæti á EM. Ramsey, sem er 33 ára miðjumaður, hefur einungis spilað 72 mínútur samanlagt í tveimur leikjum síðan í september vegna hnémeiðsla.

Hann varð fyrir bakslagi, stífnaði upp í kálfa og því var ekki búist við því að hann yrði í hópnum, en þar er hann nú samt.

Ramsey er í dag leikmaður Cardiff en hann er fyrrum leikmaður Arsenal og Juventus. Hann á að baki 84 landsleiki líkt og Ben Davies. Wayne Hennessey er leikjahæstur í hópnum með 109 leiki.

Wales velur 28 manna hóp fyrir undanúrslitaleikinn gegn Finnlandi og mögulegan úrslitaleik í kjölfarið. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Pólland og Eistland.

Hópurinn hjá Wales
Markverðir:
Wayne Hennessey (Nottingham Forest)
Danny Ward (Leicester City)
Tom King (Wolverhampton Wanderers)
Adam Davies (Sheffield United)

Útileikmenn:
Ben Davies(Tottenham Hotspur)
Joe Rodon (Leeds United, á láni frá Tottenham Hotspur)
Joe Low (Wycombe Wanderers)
Chris Mepham (Bournemouth)
Ben Cabango (Swansea City)
Neco Williams (Nottingham Forest)
Jay DaSilva (Coventry City)
Connor Roberts (Leeds United, á láni frá Burnley)
Wes Burns (Ipswich Town)
Ethan Ampadu (Leeds United)
Josh Sheehan (Bolton Wanderers)
Dylan Levitt (Hibernian)
Jordan James (Birmingham City)
Charlie Savage (Reading)
Harry Wilson (Fulham)
Nathan Broadhead (Ipswich Town)
Aaron Ramsey (Cardiff City)
Rabbi Matondo (Rangers)
David Brooks (Southampton, á láni frá Bournemouth)
Daniel James (Leeds United)
Liam Cullen (Swansea City)
Rubin Colwill (Cardiff City)
Brennan Johnson (Tottenham Hotspur)
Kieffer Moore (Ipswich Town, á láni frá Bournemouth).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner