Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: KFG skoraði sjö gegn Hvíta riddaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld þar sem Ægir og KFG unnu góða sigra í B-deildinni.

Ægir heimsótti KFK og skóp tveggja marka sigur, þar sem Sigurður Hrannar Þorsteinsson og Emil Ásgeir Emilsson sáu um markaskorunina.

Þetta var þriðji sigur Ægis í röð og deilir liðið toppsæti riðilsins með KFG og Kára fyrir lokaumferðina. Ægir spilar úrslitaleik á útivelli gegn Kára í lokaumferðinni.

KFG rúllaði þá yfir Hvíta riddarann og vann sjö marka sigur, þar sem Jón Arnar Barðdal var atkvæðamestur með þrennu og skoraði Bjarki Flóvent Ásgeirsson tvennu.

Augnablik og Haukar skildu þá jöfn 2-2 en Haukar voru þegar búnir að tryggja sér toppsæti síns riðils. Ernest Slupski hefur verið heitur á undirbúningstímabilinu og skoraði annað marka Hauka í jafnteflinu.

Lokatölur urðu einnig 2-2 í Fjarðabyggðarhöllinni þegar Höttur/Huginn mætti Völsungi.

Húsvíkingar komust í tveggja marka forystu á upphafsmínútunum en heimamönnum tókst að jafna.

KFK 0 - 2 Ægir
0-1 Sigurður Hrannar Þorsteinsson ('20 )
0-2 Emil Ásgeir Emilsson ('82 )

KFG 7 - 0 Hvíti riddarinn
1-0 Jakob Emil Pálmason ('6 )
2-0 Jón Arnar Barðdal ('13 , Mark úr víti)
3-0 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('35 )
4-0 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('50 )
5-0 Jón Arnar Barðdal ('74 )
6-0 Jón Arnar Barðdal ('85 )
7-0 Eyjólfur Andri Arason ('89 )

Augnablik 2 - 2 Haukar
1-0 Guðni Rafn Róbertsson ('21 )
1-1 Ernest Slupski ('42 )
1-2 Auðun Gauti Auðunsson ('48 )
2-2 Torfi Geir Halldórsson ('81 , Sjálfsmark)

Höttur/Huginn 2 - 2 Völsungur
0-1 Gestur Aron Sörensson ('4 )
0-2 Jakob Gunnar Sigurðsson ('7 )
1-2 Kristófer Bjarki Hafþórsson ('43 )
2-2 Hrafn Sigurðsson ('83 )
Athugasemdir
banner
banner