Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 10:20
Aksentije Milisic
Palmer fær launahækkun hjá Chelsea - Mbappe útilokar Arsenal
Powerade
Palmer.
Palmer.
Mynd: EPA
Of kalt í London.
Of kalt í London.
Mynd: Getty Images
Amrabat til Juventus?
Amrabat til Juventus?
Mynd: Getty Images
Raphinha.
Raphinha.
Mynd: EPA
Ruud vill þjálfa á Englandi.
Ruud vill þjálfa á Englandi.
Mynd: EPA

Mbappe, Palmer, Todibo, Werner, Ederson, Cherki, Amrabat eru á meðal manna í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
____________________________


Kylian Mbappe hefur útilokað það að ganga í raðir Arsenal en hann segir að það sé of kalt á Englandi. (Mail)

Hinn 21 árs gamli Cole Palmer mun fá væna launahækkun hjá Chelsea en það er innan við ár síðan hann gekk í raðir félagsins. Palmer hefur verið besti leikmaður liðsins í vetur. (Star)

Forráðarmenn Nice ætla að koma í veg fyrir það að Jean-Clair Todibo (24) gangi í raðir Manchester United. (Football Insider)

RB Leipzig hefur látið Tottenham vita hvenær síðasti séns verður fyrir félagið að ákveða hvort það ætli sér að kaupa Timo Werner (28) frá félaginu en Werner er á láni hjá Tottenham. (Express)

Manchester City vill hefja samningsviðræður við markvörð sinn, Brassann Ederson (30). (Star)

Newcastle og Chelsea munu berjast um Rayan Cherki en hann er tvítugur frakki sem spilar með Lyon. (Fichajes)

Liverpool hefur verið orðað við Jamal Musiala (21) en Bayern Munchen hefur engan áhuga á að selja kauða. (Fichajes)

Kim Min-jae, 27 ára leikmaður Bayern Munchen, er ósáttur með hlutverk sitt hjá félaginu þessa stundina. (T-Online)

Það er ólíklegt að Man Utd kaupi Sofyan Amrabat frá Fiorentina en þessi 27 ára gamli miðjumaður er þar á láni. Juvenus er talið hafa áhuga á honum. (Gazzetta dello Sport)

Jack Butland (31) markvörður Rangers í Skotlandi hefur ekki útilokað þann möguleika að koma í ensku úrvalsdeildina í sumar. (Football Insider)

Ivan Toney (28) hefur grínast með það að Real Madrid sé hans drauma valkostur ef hann yfirgefur Brentford í sumar. (SkySports)

Barcelona hefur áhuga á hollenska miðjumanninum Mats Wieffer (24). Hann spilar með Feyenoord. (Sport)

Liðin í Saudi Pro League vilja fá Raphinha (27) frá Barcelona. (Sport)

Barcelona vill halda Joao Felix á láni hjá félaginu frá Atletico Madrid en Börsungar munu bjóða Atletico litla upphæð fyrir þennan 24 ára gamla Portúgala. Atletico vill selja leikmaninn. (Mundo Deportivo)

Sádi-Arabíska liðið Al-Ahli vill fá Rodrigo de Paul (29) frá Atletico Madrid. (Fichajes)

Gareth Southgate sagði frá því að hann muni ekki velja Mason Greenwood (22) leikmann Manchester United, í hópinn á EM í sumar en það er ekki alveg útilokað að Greenwood fái óvænt kallið þrátt fyrir það. Hann er á láni hjá Getafe á Spáni. (Express)

Ruud van Nistelrooy hefur neitað mörgum tilboðum í Evrópu en ástæðan er sú að hann vill þjálfa í ensku úrvalsdeildinni. (Mirror)

Eigendur Liverpool, FSG, eru að skoða möguleikann á að kaupa lið í MLS deildinni. (Football Insider)

Arsenal hefur keypt Brayden Clarke frá Wolves en hann er 16 ára gamall og kemur frá Wales. (Standard)


Athugasemdir
banner
banner