Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Miðasala hafin fyrir umspilsleikinn mikilvæga
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Íslands tilkynnir að miðasala er hafin fyrir mikilvægan umspilsleik Íslands gegn Ísrael sem verður leikinn á fimmtudaginn.

Miðasalan fer í gegnum ísraelska knattspyrnusambandið þar sem leikurinn er eiginlegur heimaleikur Ísraels, en leikið verður í Búdapest, Ungverjalandi, vegna stríðsins í Palestínu.

Leikurinn fer fram á Szusza Ferenc leikvanginum sem tekur um 12.000 manns í sæti, en ekki er búist við að það verði uppselt á leikinn.

Stuðningsmenn Íslands kaupa miða í afmarkað svæði stuðningsmanna íslenska liðsins (svæði C).

Hlekkur á miðasöluna.

Sigurvegarinn á fimmtudagskvöldið mætir annað hvort Úkraínu eða Bosníu og Hersegóvínu 26. mars í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi. Tapliðin mætast í vináttulandsleik sama dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner