Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 09:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú lið berjast um Malen - Ætlar að reyna aftur við Maguire
Powerade
Donyell Malen.
Donyell Malen.
Mynd: EPA
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hato er orðaður við Liverpool.
Hato er orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Þá er ný vinnuvika hafin en það er um að gera að byrja hana á slúðrinu. Hérna er það helsta.

Liverpool hefur bæst í kapphlaupið við Arsenal og Manchester United um Donyell Malen (25), framherja Borussia Dortmund í Þýskalandi. (Bild)

David Moyes, stjóri West Ham, ætlar að reyna aftur að fá Harry Maguire (31), varnarmann Manchester United, í sumar. (Sun)

Marcus Rashford (26) ætlar að hafa Paris Saint-Germain og vera áfram hjá Man Utd. (Sun)

Atletico Madrid hefur spurst fyrir um framherjann Mason Greenwood (22) en Man Utd hefur sett 50 milljón punda verðmiða á hann. (Football Transfers)

Liðsfélagar Greenwood hjá Man Utd eru jákvæðir fyrir því að hann spili aftur fyrir United eftir lánsdvöl hans hjá Getafe. (Sun)

Varnarmaðurinn Leny Yoro (18) hefur verið mikið orðaður við Chelsea en hann vill helst fara til Real Madrid. Franska félagið Lille er að biðja um 100 milljónir evra fyrir hann. (Marca)

Newcastle mun þurfa að selja einn af lykilmönnum sínum í sumar til þess að rétta úr bókhaldinu. (Football Insider)

Christian Eriksen (32) mun yfirgefa Manchester United í sumar ef það kemur ágætis tilboð í danska miðjumanninn. (Football Transfers)

Brighton er að fylgjast með Reiss Nelson (24), kantmann Arsenal, fyrir möguleg félagaskipti í sumar. (Football Insider)

Brighton er einnig með Kiernan Dewsbury-Hall (25), miðjumann Leicester, á óskalista sínum fyrir sumarið. Brighton reyndi að fá hann í janúar síðastliðnum en það tókst ekki. (Talksport)

Inter hefur trú á því að argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (26) muni skrifa undir nýjan samning við félagið. (Fabrizio Romano)

Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud (37) vill fara í MLS-deildina til annað hvort New York eða Los Angeles þegar samningur hans við AC Milan rennur út í sumar. (Gazetta dello Sport)

Liverpool er með augastað á Jorrel Hato (18), varnarmanni Ajax. (Football Insider)

Manchester City er komið langt í viðræðum um kaup á framherjanum Cavan Sullivan (14), sem er í akademíu Philadelphia Union í Bandaríkjunum. (The Athletic)
Athugasemdir
banner
banner