Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 19. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Áhorfsmet í ensku ofurdeildinni þegar 36 leikir eru eftir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Búið er að bæta heildar áhorfsmet ofurdeildar kvenna á Englandi þó það séu enn sex umferðir eftir af leiktíðinni.

Það voru rétt tæplega 33 þúsund áhorfendur sem horfðu á Chelsea leggja Arsenal að velli, 3-1, í Lundúnaslag á föstudaginn sem gerir heildarfjölda áhorfenda á keppnistímabilinu rétt tæplega 718 þúsund.

Það er um 30 þúsund miða bæting frá síðustu leiktíð en það eru enn 36 leikir eftir af yfirstandandi tímabili og því nægur tími til að auka áhorfendafjöldann en frekar.

Helsta ástæðan á bakvið þessa áhorfsaukningu er sú staðreynd að kvennaliðin fá að spila sífellt fleiri deildarleiki á heimavöllum samsvarandi karlaliða.

Eftir næstu helgi munu öll ofurdeildarfélögin hafa spilað minnst einn leik á heimavelli karlaliða sinna á yfirstandandi leiktíð, nema kvennalið West Ham United.

Arsenal tókst að fylla Emirates leikvanginn á tveimur heimaleikjum kvennaliðsins í röð. Metáhorf á einum leik í ofurdeildinni er rétt rúmlega 60.000 manns, þegar Arsenal lagði Manchester United að velli í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner