Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon stoltur að hafa tekið metið - „Mér finnst það alveg nett"
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hákon Rafn Valdimarsson varð í janúar síðastliðnum dýrasti markvörður sem hefur verið seldur úr sænsku úrvalsdeildinni þegar enska félagið Brentford keypti hann frá Elfsborg.

Hákon, sem er 22 ára gamall, var besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta ári en Brentford keypti hann fyrir 3,5 milljónir evra.

Hákon var í hlaðvarpsviðtali hér á Fótbolta.net í gær og þar spurði Sæbjörn Steinke hann út í verðmiðann; hvernig honum liði með að vera dýrasti markvörður sem seldur hefur verið frá Svíþjóð.

„Mér finnst það alveg nett," sagði Hákon. „Ég er stoltur af því."

„Það er gott að hafa tekið það."

Hákon bætti met Pontus Dahlberg, sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir Svíþjóð, en hann var keyptur til Watford frá Gautaborg árið 2018.
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Athugasemdir
banner
banner
banner