Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mið 20. mars 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Í BEINNI - Fréttamannafundur Íslands í Búdapest
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 11:30 verður fréttamannafundur Íslands á keppnisvellinum í Búdapest.

Fótbolti.net fylgist með öllu því sem fram fer á fundinum í beinni textalýsingu

Ísland æfði á vellinum í dag og tóku allir leikmenn hópsins þátt í æfingunni.

Ísrael og Ísland mætast annað en sigurliðið í leiknum mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM.

Age Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson sitja fyrir svörum á fréttamannafundinum en Jóhann er fyrirliði liðsins í þessu verkefni.

Fylgstu með í beinni textalýsingu:
11:52
Fundi lokið
Þar með lýkur þessum fundi. Hér var stiklað á því sem fór fram á fundinum, alls ekki öllu. Það koma inn nánari fréttir með ummælum Age Hareide og Jóhanns Bergs frá fundinum á eftir.

Eyða Breyta
11:51
Hareide er spurður hvort Albert byrji á morgun, "Þú sérð það á morgun!

Eyða Breyta
11:50
Jói Berg: "Auðvitað vitum við að við erum tveimur leikjum frá stórmóti. Það er erfitt að toppa það á ferli sínum að spila fyrir Ísland á stórmóti. Það er eitthvað sem ég vil upplifa aftur."

Eyða Breyta
11:48
Hareide segir að ákvarðanir tengdar fótboltanum af pólitískum ástæðum eigi að vera í höndum UEFA. Hann hafi ekki tekið þátt í neinum umræðum um að neita að spila gegn Ísrael.

Eyða Breyta
11:46
Er Jói Berg klár í 90 mínútur á morgun, jafnvel 120?
Það kemur bara í ljós á morgun segir Jói. Það er erfitt að svara þessu fyrirfram.

Eyða Breyta
11:45
Eru allir klárir í slaginn?
Hareide segir að það sé ekkert alvarlegt í gangi, högg og eitthvað smávegis hér og þar eins og gengur og gerist.

Eyða Breyta
11:44
Hareide býst við jöfnum leik á morgun. Talar um að hann búist við því að Úkraína muni leggja Bosníu, eins og hann hefur sagt áður.

Eyða Breyta
11:42
Jói Berg talar um að það sé mikil tilhlökkun í hópnum. Það sé frábært að vera í þeim möguleika að geta komið sér á EM.

Eyða Breyta
11:41
Hareide talar um að Ísland sé að fara að spila gegn fótboltaleikmönnum á morgun. Hann vilji einbeita sér að fótboltanum en fara ekki út í pólitík.

Eyða Breyta
11:40
Hareide er spurður út í fyrri ummæli sín varðandi stríðið í Ísrael og Palestínu og hvort hann sjái eftir ummælum sínum.

Eyða Breyta
11:38
Hareide talar um að það séu sóknarsinnaðri leikmenn að koma upp hjá Íslandi og liðið sé færara um að halda boltanum. Fleiri leikmenn með tæknilega getu.

Eyða Breyta
11:37
Ísraelskur blaðamaður á fyrstu spurninguna og spyr út í leikstíl íslenska liðsins og hvaða breytingar hafa orðið á honum.

Eyða Breyta
11:36
Jæja Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi leiðir Hareide og Jóa Berg inn í salinn.

Eyða Breyta
11:33
Menn aðeins að láta bíða eftir sér
Fundurinn ætti að hefjast á hverri stundu.

Eyða Breyta
11:29
Sviðið er klárt!
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Nú er bara beðið eftir því að Age og Jói mæti.

Eyða Breyta
11:26
Miklu fleiri Ísraelsmenn en Íslendingar á vellinum á morgun
Talað hefur verið um að í kringum 50-100 íslenskir stuðningsmenn verði á vellinum. Ísraelskur kollegi minn segir að búist sé við í kringum 900 stuðningsmönnum Ísraels. Leikvangurinn tekur tæplega 13 þúsund áhorfendur.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
11:24
Tignarlegt hótel
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fjölmiðlamenn heimsóttu hótel landsliðsins í gær og hér má nálgast tvö viðtöl sem tekin voru við leikmenn Íslands:

   19.03.2024 14:44
Hjörtur Hermanns: Myndi aldrei veðja gegn Íslandi í þessum aðstæðum

   19.03.2024 16:25
Sverrir Ingi: Tvö bestu móment mín sem fótboltamaður


Eyða Breyta
11:22
Tveir hlaðvarpsþættir frá Búdapest
Það komu inn tveir hlaðvarpsþættir hjá okkur í gær. Í öðrum þeirra var ítarlegt viðtal við markvörðinn Hákon Rafn Valdimarsson og í hinum fóru íþróttafréttamenn yfir málin frá hótelbarnum.

   19.03.2024 16:11
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford

   19.03.2024 17:53
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert


Eyða Breyta
11:20
Afsökunarbeiðni frá Age
Í gær sendi KSÍ frá sér stutta yfirlýsingu þar sem Age Hareide landsliðsþjálfari baðst afsökunar á orðalagi sínu þegar hann ræddi um mál Alberts Guðmundssonar.

   19.03.2024 17:51
Hareide biðst afsökunar: Alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn

Frá Åge Hareide:
„Varðandi ummæli sem voru höfð eftir mér á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag, varðandi reglur um val á leikmönnum í íslenska landsliðið, þá vil ég gjarnan skýra að ég átti aðeins við að sem knattspyrnuþjálfari vil ég auðvitað geta valið bestu leikmennina hverju sinni. Það hefur ekki alltaf verið hægt. Þá vil ég líka nefna að ég var alveg skýr á blaðamannafundinum með það að reglurnar eru eins og þær eru, og að ég myndi virða þær reglur. Ég biðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi varðandi þetta, enda var það alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn.”

Eyða Breyta
11:16
Góðan og gleðilegan daginn
Allir leikmenn íslenska landsliðsins tóku þátt í æfingu á keppnisvellinum í Búdapest í dag. Allavega þann stundarfjórðung sem fjölmiðlar fengu að fylgjast með.

Þar á meðal Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sem ekki æfði í gær og Albert Guðmundsson sem mun spila á morgun þrátt fyrir að mál hans hafi verið tekið upp að nýju.

Ísland mætir Ísrael annað kvöld og voru skilaboð um frið, Peace, á skjám vallarins meðan æfingin fór fram.

Leikvangurinn er heimavöllur ungverska liðsins Újpest og tekur um þrettán þúsund áhorfendur.

Leikurinn á morgun er mikilvægasti leikur íslenska landsliðsins frá 2020 en sigurvegarinn leikur úrslitaleik við Úkraínu eða Bosníu um sæti á EM.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner