Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. mars 2024 17:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Hareide biðst afsökunar: Alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn
Icelandair
Albert
Albert
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KSÍ var í dag krafið um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem þjálfari karlalandsliðsins, Age Hareide, lét falla á fréttamannafundi á föstudag.

Þar var hann að tjá sig um Albert Guðmundsson sem er í landsliðshópnum. Höfðað var mál gegn Alberti sem var látið niður falla. Ljóst var að möguleiki væri á því að niðurstaðan að láta málið niður falla gæti verið kærð og var Hareide spurður hvað myndi þá gerast.

„Auðvitað væri það leiðinlegt fyrir landsliðið og Albert ef það myndi gerast," hafði Fótbolti.net eftir Hareide. Lögmaður konunnar sem kærði Alberti gagnrýndi orð landsliðsþjálfarans. Svar Hareide og KSÍ má sjá hér að neðan.

Frá KSÍ:
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um ummæli Åge Hareide, þjálfara A landsliðs karla, á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag vill KSÍ koma á framfæri afsökunarbeiðni Åge til allra hlutaðeigandi.

Frá Åge Hareide:
„Varðandi ummæli sem voru höfð eftir mér á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag, varðandi reglur um val á leikmönnum í íslenska landsliðið, þá vil ég gjarnan skýra að ég átti aðeins við að sem knattspyrnuþjálfari vil ég auðvitað geta valið bestu leikmennina hverju sinni. Það hefur ekki alltaf verið hægt. Þá vil ég líka nefna að ég var alveg skýr á blaðamannafundinum með það að reglurnar eru eins og þær eru, og að ég myndi virða þær reglur. Ég biðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi varðandi þetta, enda var það alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn.”
Athugasemdir
banner
banner
banner