Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City horfir aftur til Paqueta - Rannsókn að ljúka
Lucas Paqueta.
Lucas Paqueta.
Mynd: Getty Images
Það er talið að Manchester City muni reyna aftur við brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta í sumar.

City var nálægt því að fá Paqueta síðasta sumar áður en enska úrvalsdeildin fór að rannsaka hann vegna mögulegs brots á veðmálareglum.

Daily Mail segir að City sé enn með Paqueta á óskalista sínum en það eru sögur um að stutt sé í að rannsókninni gagnvart honum muni ljúka.

Enn er óljóst hvað kemur út úr rannsókninni en City er áfram með augastað á þessum hæfileikaríka miðjumanni.

Paqueta er sagður spenntur fyrir mögulegum skiptum til City en sagan segir að riftunarákvæði upp á 86 milljónir punda verði virkt í samningi hans hjá West Ham í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner