Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: PSG og Barca unnu í Skandinavíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það fóru tveir leikir fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í kvöld, þar sem stórveldi PSG og Barcelona unnu leiki sína í Skandinavíu.

PSG heimsótti BK Häcken til Svíþjóðar og úr varð hörkuleikur, þar sem bæði lið fengu frábær færi en PSG var sterkari aðilinn yfir heildina.

Eva Gaetino kom PSG yfir í fyrri hálfleik en Rasul Kafaji Rosa jafnaði fyrir leikhlé þegar hún fylgdi eigin vítaspyrnu eftir með marki.

Hin feykiöfluga Tabitha Chawinga, sem lagði opnunarmark leiksins upp fyrir Gaetino, kom boltanum í netið í upphafi síðari hálfleiks en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu eftir nánari athugun í VAR kerfinu.

Chawinga var þó aftur á ferðinni 20 mínútum síðar og í þetta sinn var hún ekki rangstæð. Hún kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá hinni dönsku Amalie Vangsgaard sem var nýkomin inn af bekknum og reyndist það sigurmark leiksins.

Liðin mætast aftur í París í næstu viku og verða heimakonur í PSG með forystu.

Ríkjandi meistarar Barcelona verða einnig með forystu eftir sigur gegn Brann í Noregi, þar sem hin norska Caroline Graham Hansen kom Börsungum yfir snemma leiks.

Barca var talsvert sterkari aðilinn en átti í miklum vandræðum með að skora framhjá Aurora Watten Mikalsen, sem átti algjöran stórleik á milli stanga Brann.

Cecilie Kvamme jafnaði fyrir Brann og var staðan 1-1 í leikhlé. Yfirburðir Barca voru algjörir og héldu áfram í síðari hálfleik. Þeir báru loks árangur á 72. mínútu þegar Salma Paralluelo skoraði eftir stoðsendingu frá Aitana Bonmati.

Mark Paralluelo reyndist sigurmark leiksins og eru Börsungar því með forystu fyrir heimaleikinn gegn Brann.

Íslenska landsliðskonan Natasha Moraa Anasi var ónotaður varamaður í liði Brann.

Hacken 1 - 2 PSG
0-1 Eva Gaetino ('23)
0-1 Rasul Kafaji Rosa ('42, misnotað víti)
1-1 Rasul Kafaji Rosa ('42)
1-2 Tabitha Chawinga ('72)

Brann 1 - 2 Barcelona
0-1 Caroline Graham Hansen ('9)
1-1 Cecilie Kvamme ('39)
1-2 Salma Paralluelo ('72)
Athugasemdir
banner
banner
banner