Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía ætlar að minnka eyðslu í nýja leikmenn
Mynd: Getty Images
Bloomberg greinir frá því að sádi-arabíska deildin ætli að stöðva peningaeyðslu sína í nýja leikmenn eftir að áhorfendum á leikjum í efstu deild fækkaði á milli ára.

Sádi-arabíska ríkisstjórnin keypti leikmenn fyrir um 800 milljónir evra síðasta sumar til að styrkja deildina sína, en áhorfendum fækkaði frá árinu á undan.

Meðaláhorf á leikjum í Sádi-Arabíu var rétt yfir 9000 manns á leik á síðustu leiktíð, en er núna rétt rúmlega 8000 manns á leik þrátt fyrir komu hinna ýmissu stórstjarna.

Það er mikið af stjörnum á risasamningum í Sádi-Arabíu og hafa margar þeirra fengið loforð um að fleiri gæðamiklir leikmenn séu á leiðinni í deildina til að gera hana samkeppnishæfari á stærsta sviðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner